Stuðningur heima fyrir mikilvægur

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ásamt Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ásamt Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og leiðtogum fleiri ríkja bandalagsins. AFP

„Þetta var auðvitað stór dagur fyrir NATO þar sem verið var að vígja nýjar höfuðstöðvar bandalagsins hér í Brussel. Það er mjög tilkomumikið að sjá þau tvö minnismerki sem afhjúpuð voru af því tilefni. Annars vegar hluta úr Berlínarmúrnum og hins vegar stálboga úr burðavirki World Trade Center,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við mbl.is en hann sat í dag fund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel höfuðborg Belgíu.

„Síðan voru það þessi tvö umræðuefni. Annars vegar baráttan gegn hryðjuverkum og hins vegar framlög til málaflokksins. Bandaríkjaforseti kom með mjög sterk skilaboð inn á fundinn að það væri ósanngjarnt að ekki væru allir að leggja jafnt að mörkum og umræða fór fram um það. Það er óumdeilt að framlög ríkjanna fara vaxandi en það sjónarmið var einnig reifað á fundinum að mikilvægt væri að byggja þyrfti upp stuðninginn heima fyrir. Það væri ekki líkleg leið til árangurs að það kæmi utanaðkomandi þrýstingur um að auka framlögin.“

AFP

Þannig þyrftu allir að vinna með sínum kjósendum að því að opna umræðuna um mikilvægi þess starfs sem NATO væri að sinna og skapa þannig grundvöll fyrir aukin framlög. „Þetta var að mörgu leyti sögulegur fundur þó þetta hafi ekki verið um að ræða leiðtogafund eins og haldinn verður á næsta ári.“

Hryðjuverkið í Manchester í Bretlandi var einnig mikið rætt á fundinum að sögn Bjarna, markaði djúp spor á honum og setti umræðuna um baráttuna gegn hryðjuverkum í mjög sérstakt og raunverulegt samhengi. Margir hafi vottað þeim sem ættu um sárt að binda vegna þess samúð sína og lýstu yfir stuðningi við Breta.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert