Lélegasti maímánuður í mörg ár

Mikið hefur verið um afbókanir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum …
Mikið hefur verið um afbókanir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum vegna fjarveru Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.

Viðskiptin í maí hafa hrunið hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum. Ferðaþjónar rekja það beint til þess að Eimskip leigði Breiðafjarðarferjuna Baldur til Vegagerðarinnar til siglinga á milli lands og Eyja, án þess að fá annað skip í staðinn, og lokaði þar með fyrir eina af meginleiðum ferðafólks inn á svæðið.

„Þetta kemur mjög illa við okkur. Mánuðurinn er lélegasti maímánuður í mörg ár,“ segir Birna Mjöll Atladóttir, hótelstjóri Hótels Breiðavíkur sem er skammt frá Látrabjargi.

Í umfjöllun um áhrif fjarveru Baldurs á ferðaþjónustuna vestra segist Birna hafa ráðið starfsfólk fyrir maímánuð, eins og hún er vön. Það hafi haft lítið að gera. Hún tapi ekki einungis á því að færri gestir komu heldur sitji einnig upp með launaútgjöldin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert