Geta lokið störfum samkvæmt áætlun

Þingmenn fara brátt í sumarfrí.
Þingmenn fara brátt í sumarfrí. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar á Alþingi virðast flestir vera þeirrar skoðunar að Alþingi eigi að geta lokið þingstörfum, samkvæmt starfsáætlun, en áætlunin miðar við að síðasti dagur þinghalds fyrir þinghlé verði miðvikudagurinn 31. maí.

Samkvæmt samtölum við stjórnarliða og stjórnarandstæðinga í gær var meginniðurstaðan sú að hægt væri að standa við starfsáætlunina, en jafnframt voru alvarlegar efasemdir í röðum beggja, að sú yrði niðurstaðan, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það eru tvö mál, sem geta komið í veg fyrir að við klárum þingið í næstu viku,“ sagði þingmaður Framsóknarflokksins. „Annars vegar er það bullið í kringum áfengisfrumvarpið, sem þingflokkur Framsóknarflokksins mun aldrei samþykkja, og hins vegar er það frumvarp félagsmálaráðherra um lögfestingu jafnlaunavottunar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert