Hökt í sölu Arion banka

Söluferli Kaupþings á Arion banka er í uppnámi þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital Management Group, sem tilkynnt var um í mars síðastliðnum, að keypt hefði 6,6% hlut í Arion banka af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum.

Och-Ziff er einn stærsti eigandi Kaupþings. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að það sé komið til vegna þess að fyrirtækið telji alþjóðlega orðsporsáhættu felast í því ef Fjármálaeftirlitið hafnar beiðninni.

Och-Ziff er skráð á markað í kauphöllinni í New York og er eitt stærsta fyrirtæki heims á sviði sérhæfðrar eignastýringar. Fyrirtækið hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar á síðustu misserum, meðal annars í tengslum við gríðarháar sektargreiðslur sem fyrirtækið var dæmt til að greiða vegna mútuhneykslis sem teygir sig til fimm Afríkuríkja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert