Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærð 3,9 varð í Bárðarbunguöskjunni um klukkan 9:36 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að hátt í 600 skjálftar hafi mælst í vikunni sem séu um 100 fleiri en í vikunni á undan.

„Mesta virknin var úti fyrir Norðurlandi þar sem var hrina skammt norðaustan Flateyjar sem stóð alla vikuna og smáhrina norðaustur af Siglunesi. Heldur fleiri skjálftar mældust í Bárðarbungu þessa viku en þá síðustu. Stærstu skjálftarnir urðu með stuttu millibili að kvöldi 20. maí, 3,8 og 3,9 að stærð. Það voru jafnframt stærstu skjálftar vikunnar. Um 40 skjálftar urðu í Mýrdalsjökli, flestir innan eða við öskjubarm Kötlu, stærsti 1,8.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert