Menningarveisla í borginni

Litadýrð var við völd á fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar.
Litadýrð var við völd á fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar. mbl.is/Ófeigur

Á fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar sem er í dag er fjölbreyttri menningu íbúa höfuðborgarinnar fagnað. Í ár er yfirskrift dagsins: Saman óháð uppruna.

Af nógu er að taka af dagskrá fjölmenningardagsins en á þessari hátíð taka bæði einstaklingar, þjóðarhópar og félagasamtök þátt. 

„Við viljum gjarnan kynna sem flest menningarsvæði heimsins en líka gera áhrif innflytjenda hér í borgarmenningunni sýnilegri,“ sagði Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, verkefnastjóri mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, í samtali við Sunnudagsmoggann í dag. „Reykjavík er litrík og lifandi borg og þetta er hátíð allra borgarbúa. [...] Við erum öll hluti af ólíkum menningarheimum, sem eru ekki endilega bundin við þjóðerni, þjóðmenningu eða tungumál. Hátíð eins og fjölmenningardagurinn gefur öllum borgarbúum tækifæri til þess að fagna saman þeim suðupotti menningar sem dafnar allt í kringum okkur og þá ekki síst í borgarlandslaginu.

Dansað á götum úti á fjölmenningardegi.
Dansað á götum úti á fjölmenningardegi. mbl.is/Ófeigur
Markaði var slegið upp við Hörpu tónlistarhús í tilefni dagsins.
Markaði var slegið upp við Hörpu tónlistarhús í tilefni dagsins.
Brosandi á fjölmenningardegi.
Brosandi á fjölmenningardegi. mbl.is/Ófeigur
Framandi fatnaður var kynntur.
Framandi fatnaður var kynntur. mbl.is/Ófeigur
Tesmökkun á fjölmenningardegi.
Tesmökkun á fjölmenningardegi. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert