Síldin óvenjusnemma á ferðinni

Vinnsla í Síldarvinnslunni á Neskaupstað.
Vinnsla í Síldarvinnslunni á Neskaupstað. Af vef Síldarvinnslunnar

Norsk-íslenska síldin er í ár fyrr á ferð í fæðugöngu vestur á bóginn heldur en undanfarinn tæpan aldarfjórðung. Sérfræðingar varast að draga of miklar ályktanir af því þótt síldin finnist einhverjum vikum fyrr heldur en verið hefur.

Það er nánast eingöngu eldri síld sem vart hefur orðið við í íslenskri lögsögu, en austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa rannsóknarskip fundið yngri síld. Er það einkum árgangur frá 2013 en vísbendingar frá fyrri leiðöngrum hafa bent til að hann kunni að vera stór og eru talsverðar vonir bundnar við hann.

Í vikunni lauk tæplega þriggja vikna leiðangri Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi árlegi leiðangur var nú farinn í 23. árið í röð og taka þátt í honum auk Íslendinga rannsóknarskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi, að því er fram kemur í umfjöllun um megin niðurstöður hans í Morgunblaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert