Landsréttur í Hegningarhúsið?

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. mbl.is/RAX

Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR), segir það kunna að verða skoðað hvort Hegningarhúsið henti undir nýjan Landsrétt.

Landsréttur mun taka til starfa um næstu áramót í bráðabirgðahúsnæði í Kópavogi. Þurfti lagabreytingu til að rétturinn gæti starfað utan Reykjavíkur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Halldóra fjallaði um Hegningarhúsið á Skólavörðustíg í fyrirlestri í Ráðhúsinu nýverið. Þar sagði hún Hegningarhúsið bjóða upp á mikil tækifæri. Til skoðunar væri að efna til einhvers konar hugmyndasamkeppni um notkun hússins. Velti hún því svo upp hvort húsið gæti hentað fyrir Landsrétt. Þá að því gefnu að byggt yrði við húsið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert