Gervigreind kann að snarfækka störfum

Eyþór Arnalds.
Eyþór Arnalds.

Hröð þróun gervigreindar mun hafa mikil áhrif á íslenskan vinnumarkað innan fárra ára. Hin nýja tækni felur í sér ógnir og tækifæri sem íslenskt samfélag þarf að bregðast við.

Þetta er mat Eyþórs Arnalds, framkvæmdastjóra Strokks Energy, en hann var gestafyrirlesari og gerði grein fyrir þessum sjónarmiðum á fundi Framfarafélagsins á laugardaginn var.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Eyþór gervigreind munu leysa af hólmi fjölda starfskrafta, til dæmis í bókhaldi og í flutningum. Hvorki stjórnkerfið né menntakerfið á Íslandi séu búin undir þessar miklu breytingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert