Skoða botndýr og bakkagróður betur

Hólsvirkjun í Fnjóskadal
Hólsvirkjun í Fnjóskadal mbl.is

Tillaga að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum Hólsvirkjunar í Fnjóskadal er nú í umsagnarferli. Um er að ræða 5,5 MW vatnsaflsvirkjun í landi Ytra-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs nyrst í Fnjóskadal í Þingeyjarsveit sem fyrirtækið Arctic Hydro ehf. hefur unnið að síðan 2011.

Skipulagsstofnun ákvað í febrúar að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum því hún kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Eru það einkum fjögur atriði sem stofnunin vill að séu skoðuð betur, þ.e. að gert verði ítarlegt mat á jarðminjum í utanverðum Fnjóskadal, votlendi og bakkagróður verði sérstaklega skoðað, áhrif framkvæmdanna á stofn staumandar og gulandar og á botndýr sem straumöndin lifir á og frekari umfjöllun verði um efnistöku, hönnun mannvirkja og umhverfisfrágang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert