Vætutíð og vindasamt

Spáð er austanátt, víða 8-13 m/s, og rigningu í dag en norðaustan 10-18 á Vestfjörðum síðdegis. Austanstrekkingur við norðurströndina á morgun, annars hægari vindur. Skýjað með köflum og stöku skúrir, en rigning í fyrstu á N- og A-landi. Hiti 6 til 14 stig.

Á fimmtudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa austanátt með rigningu, einkum S- og SA-lands. Austanátt, víða 8-13 m/s, og rigning, en norðaustan 10-18 á Vestfjörðum síðdegis.
Austan og suðaustan 5-15 á morgun, hvassast við N-ströndina. Súld eða rigning á N- og A-landi fram yfir hádegi, annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 6 til 14 stig. Vaxandi austanátt syðst á landinu annað kvöld.

Veðurspá næstu daga:

Á miðvikudag:

Suðaustan og austan 5-15 m/s, hvassast við N-ströndina. Súld eða rigning á N- og A-landi fram yfir hádegi, annars skýjað með köflum en úrkomulítið. Vaxandi austanátt S-lands um kvöldið. Hiti 6 til 14 stig, mildast V-til.

Á fimmtudag:
Austanátt, víða 10-15 m/s en 15-23 við S-ströndina. Rigning, einkum á S- og SA-landi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Austanátt og rigning, talsverð úrkoma við A-ströndina. Hiti 5 til 13 stig, svalast NA-til.

Á laugardag og sunnudag (hvítasunnudag):
Austlæg átt og skúrir, en úrkomulítið N-lands. Hiti 8 til 14 stig.

Á mánudag (annan í hvítasunnu):
Norðaustlæg átt, skýjað og stöku skúrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert