Fer yfir á ótrúlegum hraða

Peter Colijn fær sér í gogginn áður en hann heldur …
Peter Colijn fær sér í gogginn áður en hann heldur ferðinni áfram. ljósmynd/Instagram

Bandaríkjamaðurinn Peter Colijn heldur áfram að auka forskot sitt í einstaklingsflokki WOW Cyclothon hjólreiðakeppninnar og er nú um 150 kílómetrum á undan Jakub Dovrák sem er í öðru sæti. Jón Óli Ólafsson og Michael Glass, sem eru í þriðja og fjórða sæti fylgja þó Jakub fast eftir og bendir allt til þess að baráttan um annað sætið verði hörð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air.

Síðustu ár hafa þeir fyrstu í einstaklingskeppni klárað hringinn á um 60 klukkustundum, en að sögn Sverris Fals Björnssonar, verkefnastjóra hjá WOW air, var Peter hálfnaður með hringinn á 24 tímum. „Hann er að fara rosalega hratt yfir þetta,“ segir hann. „Mikið er óljóst ennþá þar sem enn er töluverð vegalengd eftir en afar líklegt er að hann komi í mark á frábærum tíma.“

Peter er á góðri leið með að slá hraðamet í …
Peter er á góðri leið með að slá hraðamet í keppninni. ljósmynd/Instagram

Lið CCP og Zwift fremst í B flokki og Cannondale GÁP í A flokki

Lið CCP og ZWIFT fylgjast að, fremst allra liða í B flokki. Nálgast liðin nú Vopnafjarðarafleggjarann en sú beygja er í um 600 kílómetra fjarlægð frá rásmarkinu í Egilshöll þaðan sem þau lögðu af stað kl 19 í gærkvöldi. Fast á eftir fylgja liðin Team Orkan, Whale Safari og Team TRI.

Í B flokki leiðir lið Cannondale GÁP keppnina en þar á eftir er liðið Team Cycleworks og í þriðja sæti eru Húnar. Öll þessi lið eru komin framhjá Reykjahlíð við Mývatn.

Aðstæður í gær voru erfiðar og rigndi á keppendur í nótt og undir morgun. Veðrið er þó að breytast til hins betra og geta keppendur látið sig hlakka til að hjóla í góðu veðri á Austfjörðum í dag að því er segir í tilkynningunni. 

Frá rásmarki WOW Cyclothon.
Frá rásmarki WOW Cyclothon. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert