„Allir staðir á Íslandi einstakir“

Peter Colijn hefur reynslu af hjólreiðum í Kaliforníu þar sem …
Peter Colijn hefur reynslu af hjólreiðum í Kaliforníu þar sem hann býr. ljósmynd/Instagram

Peter Coljin hjólaði hringinn í kringum Ísland einn síns liðs á undir þremur sólarhringum og vann þar með einstaklingskeppni WOW Cyclothon.

Peter er upprunalega frá Kanada en býr í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Ákvað hann að taka þátt í keppninni eftir að vinur hans benti honum á hana fyrir tveimur árum. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í opinnberri keppni en hann hefur þó reynslu af hjólreiðum.

Peter hjólaði helminn leiðarinnar á fyrstu 24 klukkutímunum.
Peter hjólaði helminn leiðarinnar á fyrstu 24 klukkutímunum. ljósmynd/Instagram

Ekkert sambærilegt aðstæðunum á Íslandi

„Ég hef hjólað álíka langar vegalendir áður en það er ekkert sem er sambærilegt aðstæðunum hér á Íslandi,“ segir Peter í viðtali við mbl.is og bætir við að ekkert geti búið mann undir vindinn og regnið hér á landi en hann hefur aðallega hjólað í Kaliforníu þar sem býr.  

Fór hann hratt yfir en hann hafði lokið helmingi vegalengdarinnar á fyrstu 24 tímunum. Hann segist hafa hjólað að meðaltali fjóra til fimm tíma í senn og sofið samtals í 30-45 mínútur.

Aðspurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart á leiðinni segir hann náttúruna vera einstaka. „Ég sá marga fallega staði sem ég vissi ekki að væru hér á Íslandi.“ Nefnir hann til dæmis jöklana og Suðurland. „Allir staðir á Íslandi eru einstakir á sinn hátt. Það eru engar ár eða fossar í Kaliforníu!“

Peter Coljin er sigurvegar í einstaklingsflokki WOW Cyclothon í ár.
Peter Coljin er sigurvegar í einstaklingsflokki WOW Cyclothon í ár. Ljósmynd/Haraldur Jónasson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert