Björguðu lekum báti á þurrt land

Báturinn Sæljós dreginn á land.
Báturinn Sæljós dreginn á land. mbl.is/Alfons Finnsson

Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land.

Báturinn var við það að sökkva á höfninni á Rifi í morgun og höfðu hafnarverðir áhyggjur af honum en stöðugur leki hefur verið að bátnum.

Björgunarbáturinn Björg dró Sæljós eins grunnt og þorandi var og var grafin rás þar sem báturinn gæti setið í fjörunni við Rif.

Vegna mikils vinds þurfti að toga bátinn upp í rásina með Unibog-bíl sveitarinnar. Unnið verður að því á morgun að ganga betur frá bátnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert