Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Seyðisfjörður.
Seyðisfjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum.

Fram kemur í fréttinni að Dagmálalækur hafi verið farinn að flæða yfir Garðarsveg. Kristján segir að flætt hafi inn í flesta kjallara húsa við Lónið og dælukerfið hafi vart haft undan. Hins vegar sé ekki vitað um neinar aurskriður en veginum út fjörðinn að Hánefsstöðum hafi verið lokað vegna vatnavaxta. Heldur sé hins vegar farið að draga úr úrkomunni inni í bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert