Gylliboð í umslagi

Gamaldags umslag færði borgara gylliboð um týndan fjársjóð fjölskyldunnar.
Gamaldags umslag færði borgara gylliboð um týndan fjársjóð fjölskyldunnar. Skjáskot/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru enn að berast ábendingar um svikatilraunir þar sem reynt er að hafa fé út úr fólki. Oftast eru slík svik reynd í gegnum tölvupóst en dæmin sýna að fleiri leiðir eru nýttar.

Einn borgarbúi fékk bréf inn um lúguna sem innihélt gylliboð um týndan fjölskyldufjársjóð sem væri þó innan seilingar í fjarlægu landi.

„Skemmst er frá því að segja að þar var einnig um svikatilraun að ræða, þótt það kæmi á veraldlegum, gamaldags miðli: pappír í umslagi,“ segir í færslu lögreglunnar um málið á Facebook.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert