Þurfa að geta mokað drullunni burt

Frá vatnavöxtunum á Seyðisfirði.
Frá vatnavöxtunum á Seyðisfirði. Ljósmynd/Viðlagatryggingar Íslands

„Þetta er svona að komast á rétt ról. Nú er bara eftir að geta mokað burt drullunni og öðru slíku,“ segir Kristján Kristjánsson, bæjarverkstjóri á Seyðisfirði, inntur eftir stöðunni í kjölfar vatnavaxtanna í ám og lækjum við bæinn vegna mikillar úrkomu að undanförnu.

Flætt hefur inn í kjallara nokkurra húsa og framburður hlaðist upp. Mesta tjónið varð hins vegar þegar aurskriða féll í morgun og olli miklum skemmdum á tveimur húsum. Veðurstofan spáin áframhaldandi rigningu á Austurlandi en að draga muni úr henni í kvöld og nótt.

„Það er farið að sjatna í þessu en rigningin mætti nú bara fara að hætta. Hins vegar vona ég að það verði hægt að fara gera eitthvað á morgun við að laga þetta. Þessi skriða sem fór þarna niður, þetta var ansi stórt dæmi. Það verða einhver handtökin að koma henni burtu.“

Miklir vatnavextir urðu einnig við Eskifjörð þar sem einnig flæddi meðal annars inn í kjallara húsa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert