Fjögur umferðarslys á á Vesturlandi

Fimm umferðaróhöpp gerðust á Vesturlandi í gær. Þá urðu þrjár …
Fimm umferðaróhöpp gerðust á Vesturlandi í gær. Þá urðu þrjár bílveltur, ein í Búðardal, ein við Baulu og annað í Stykkishólmi. Alvarlegt bifreiðarslys gerðist á Borgarfjarðarbraut við ytri Skeljabrekku. mbl.is/Eggert

Fjögur umferðarslys urðu á Vesturlandi í gær. Að sögn lögreglu urðu þrjár bílveltur, ein í Búðardal, önnur við Baulu og sú þriðja í Stykkishólmi. Alvarlegt bifhjólaslys varð á Borgarfjarðarbraut við Ytri-Skeljabrekku.

Í Búðardalnum missti karlmaður á fimmtugsaldri stjórn á bílnum sínum með þeim afleiðingum að bifreiðin val og hafnaði á stórum steinum. Hann slasaðist og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans.

Fjórir voru sendir til skoðunar á Landspítala í kjölfarið af veltunni á Stykkishólmi. Að sögn lögreglu voru engir áverkar sýnilegir. Þá varð bíl­velta á Vest­ur­lands­vegi við Baulu um þegar ökumaður missti bíl sinn út í lausa­möl og valt tvær velt­ur. Hvorki ökumaður né farþegi slösuðust al­var­lega.

Á Borgarfjarðarbraut við Ytri-Skeljabrekku varð svo bifhjólaslys þar sem tveir slösuðust og voru þeir fluttir á Landspítala. Lögregla taldi líklegt að um beinbrot hafi verið að ræða. Einnig var minniháttar óhapp í Hvalfjarðagöngum en enginn slasaðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert