Fremur tilkomulítið veður

Það viðrar sennilega ekki fyrir bunu í vatnsrennibraut í Bankastræti …
Það viðrar sennilega ekki fyrir bunu í vatnsrennibraut í Bankastræti í dag því það er spáð úrkomu í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, hámarkshiti sennilega 16 til 18 stig, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun. „Úrkoma verður innan alls þess sem markvert getur talist. Þessa spá má svo nánast endurnýta fyrir næstu daga,“ segir enn fremur. 

Spáin fyrir næstu daga

Vestlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 suðaustanlands síðdegis og einnig á Ströndum um tíma í kvöld. Víða bjartviðri austan til á landinu, annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Svipað veður á morgun.
Hiti 7 til 16 stig, hlýjast austanlands.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjartviðri á köflum, en víða síðdegisskúrir, einkum inn til landsins. Hiti víða 8 til 17 stig.

Á föstudag:
Suðlæg átt og fer að rigna vestanlands, en bjartviðri að mestu um landið austanvert. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt með vætu víða um land, einkum austanlands. Áfram milt í veðri.

Á sunnudag:
Breytileg átt og væta í flestum landshlutum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert