„Sprengjan“ reyndist vera járnstykki

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hlutur sem fannst í fjörunni á Álftanesi í gær og leit út eins og jarðsprengja reyndist vera járnstykki úr vinnupalli samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Eins og mbl.is fjallaði um í gær var sprengju­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar kölluð út síðdegis í gær til aðstoðar lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu eftir að hluturinn fannst.

Útkall barst rétt fyr­ir klukk­an 17 í gær en vinnu á vett­vangi lauk rétt eft­ir klukk­an 18. Lög­regla lokaði Álfta­nes­vegi á meðan aðgerðin stóð yfir, en hann var opnaður skömmu síðar eftir að í ljós kom að hluturinn reyndist vera hættulaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert