Skjálftahrinan enn í gangi

Veðurstofa Íslands

Skjálftahrina sem stóð yfir í gær er enn í gangi. Flestir jarðskjálftarnir eru litlir, upptök þeirra eru rúmlega 230 km norður af Melrakkasléttu, á Kolbeinseyjarhrygg.

Tveir jarðskjálftar um 4 að stærð og um tugur skjálfta yfir þremur stigum. Þeir skjálftar sem hafa verið staðsettir ná á fjórða tug, segir á vef Veðurstofu Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert