Þekkir þú einhvern sem er framúrskarandi?

Hér má sjá þá einstaklinga sem enduðu í topp tíu …
Hér má sjá þá einstaklinga sem enduðu í topp tíu sætunum á síðasta ári. Ljósmynd/JCI Ísland

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar á framúrskarandi ungum Íslendingi í ár en á hverju ári verðlaunar JCI Ísland unga Íslendinga á aldrinum 18-40 ára sem takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni með miklum árangri. Markmið verðlaunanna er að hvetja ungt fólk til góðra starfa sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. 

Verðlaunin eru hluti af alþjóðlegu verðlaununum „the Outstanding Young Persons of the World“ sem veitt eru árlega af „Junior Chamber International“. Markmið þeirra er að verðlaunahafar hljóti hvatningu til frekari dáða og að vekja frekari athygli á verkum þeirra. 

Sigurvegari síðasta árs var Tara Ösp Tjörvadóttir sem hlaut verðlaunin …
Sigurvegari síðasta árs var Tara Ösp Tjörvadóttir sem hlaut verðlaunin fyrir samfélagsbyltinguna #égerekkitabú og baráttu á móti fordómum gegn andlegum sjúkdómum. Ljósmynd/JCI Ísland


Tilnefningarnar falla í tíu mismunandi flokka. Meðal annars er hægt að tilnefna einstakling fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla eða hagfræði. Einnig er hægt að tilnefna einhvern fyrir framúrskarandi störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðastarfa. Veitt eru verðlaun fyrir einstaklingssigra og afrek, störf eða uppgötvanir á sviði læknisfræði, störf á sviði tækni og vísinda og á sviði umhverfismála og menningar.

Þekki þú einhvern framúrskarandi á sviði stjórnmála, ríkismála eða lögfræði, þá er hægt að tilnefna þann einstakling. Auk þess má tilnefna þá er hafa unnið leiðtogastörf eða hafa afrekað á sviði menntamála. Allir þeir er hafa lagt framlag til barna, heimsfriðar eða mannréttinda geta einnig verið tilnefndir.

Lokað verður fyrir allar tilnefningar 2. júlí en þá fer Dómnefnd JCI yfir þær og velur þá er hljóta viðurkenningu. Viðurkenningarathöfnin verður haldin í lok ágúst þar sem Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitir verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert