Ákvörðun í máli Bala endurskoðuð

Bala Kamallakharan sótti um ríkisborgararétt í desember eftir 11 ára …
Bala Kamallakharan sótti um ríkisborgararétt í desember eftir 11 ára dvöl á Íslandi. mbl.is/Styrmir Kári

Bala Kamallakharan fékk þær fréttir frá Útlendingastofnun að ákvörðun um höfnun umsóknar hans um íslenskan ríkisborgararétt verði endurskoðuð. Bala segir ákvörðunina hafa verið byggða á tillögu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  

Lögreglan þarf því að gefa út nýja tillögu til Útlendingastofnunar svo málið verði leiðrétt. Einnig þarf Bala að skrifa bréf til Lögreglunnar þess efnis að mistök hafi átt sér stað hjá lögreglunni

Umsókn Bala var hafnað vegna hraðasekta en hafi einstaklingur fengið fleiri en eina hraðasekt hefur það áhrif á ákvörðunina. Í tilfelli Bala hefur hann þó einungis fengið eina sekt sjálfur en fleiri sektir voru skráðar á hann fyrir mistök. Samkvæmt Bala hafði eiginkona hans einnig fengið hraðasekt en bifreið þeirra er skráð á Bala og því hafi fleiri sektir verið skráðar á hans nafn. 

Uppfært kl. 13:26 fram kom í textanum að Bala þurfi að skrifa bréf til Útlendingastofnunar en bréfið þarf hann að skrifa til Lögreglunnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert