Andlát: Sigurjón Hannesson

Sigurjón Hannesson.
Sigurjón Hannesson.

Sigurjón Hannesson, fyrrverandi skipherra, lést á Landspítalanum 24. júní 82 ára gamall.

Hann fæddist 13. febrúar 1935 á Seyðisfirði og var sonur Hannesar Jónssonar verkamanns og eiginkonu hans Sigríðar Jóhannesdóttur. Sigurjón lauk gagnfræðaprófi frá Eiðaskóla og vélstjóraprófi og skipstjóraprófi á varðskip 1962.

Hann byrjaði sjómennsku á fiskibátum 1949 og var á vs. Hermóði 1954-58. Eftir það var Sigurjón á varðskipum Landhelgisgæslunnar nær óslitið og skipherra frá 1973. Hann fékk breskt heiðursmerki fyrir björgun áhafnar Notts County 1968. Sigurjón og Pálmi Hlöðversson fóru á litlum slöngubáti í foráttuveðri og björguðu skipverjum. Sigurjón hlaut riddarakross Fálkaorðunnar 1976 fyrir landhelgisstörf.

Eftirlifandi eiginkona Sigurjóns er Maggý Björg Jónsdóttir og eignuðust þau Jóhann og Ólaf Gísla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert