Húsráðendum tókst að slökkva eldinn

Eldur kom upp við eldamennsku í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hálfþrjúleytið í dag. Húsráðendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði en töluverður reykur var í íbúðinni sem þurfti að ræsta. Nokkrar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins en engin slys urðu á fólki.

Þá hefur verið nokkur erill í sjúkraflutningum hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í dag sem og undanfarna daga. Er þar mest um að ræða hefðbundin veikindi og önnur almenn verkefni sjúkraflutninga samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert