Víti í Vestmannaeyjum tekin upp á Orkumótinu

Frá tökum á Víti í Vestmannaeyjum.
Frá tökum á Víti í Vestmannaeyjum. Ljósmynd Sagafilm

Tökur á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum standa yfir í Eyjum. Tökur ganga vel en veðrið hefur þó sett strik í reikninginn.

Þórhallur Gunnarsson, aðalframleiðandi myndarinnar hjá Saga Film, segir upptökur fara nú fram í Vestmannaeyjum, en verið sé að taka upp senur sem gerast fram að Orkumótinu.

„Við tökum svo upp á mótinu leiki hjá liði sem heitir Fálkar, en það er lið sem búið var til fyrir myndina. Fálkar munu spila við önnur lið á mótinu. Það getur því vel verið að keppendur eða áhorfendur sjáist í bíómyndinni. Það kemur í ljós,“ segir Þórhallur og bætir við að sumir af þessum leikjum verði teknir upp aftur. „Þá verða teknar nærmyndir þegar Fálkarnir spila saman, skora mörk og annað.“

„Það eru allir meðvitaðir um upptökurnar, foreldrar, börn og áhorfendur. Áhorfendur vinna með okkur með því að fylla upp í áhorfendastúkuna. Svo gerist óvæntur atburður. Það byrjar að gjósa og þá hlaupa allir úr stúkunni,“ segir Þórhallur.

Lið Fálkanna kemur við sögu bæði á kvöldvöku og lokahófi Orkumótsins. ,,Við fáum að vera partur af báðum. Það verður tekið upp þegar veittar verða viðurkenningar til liðanna í myndinni og þar fer fram ákveðið uppgjör,“ segir Þórhallur og bætir við að fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Einar Gunnarsson, leiki í myndinni. Það geri einnig Eyjamennirnir Margrét Lára Viðarsdóttir og Hermann Hreiðarsson.

Myndin verður frumsýnd fyrri part næsta árs að sögn Þóhalls, sem upplýsir að samhliða tökum á myndinni verði teknir upp sex sjónvarpsþættir sem sýndir verða haustið 2018. Þar verði annar snúningur tekinn á efninu. Áhorfendur fá að fylgjast með Rósu. Hún vill fá að keppa á mótinu og lendir í mikilli baráttu við mótshaldara um að fá að taka þátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert