Í fangelsi fyrir ítrekuð brot

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára gamlan mann í sextíu daga fangelsi og svipt hann ökuréttindum ævilangt vegna ítrekaðra brota á umferðarlögum auk fleiri brota.

Maðurinn, sem var nú í þriðja sinn fundinn sekur um að aka óhæfur til að stjórna bifreið örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og í annað sinn sviptur ökurétti, játaði brot sín skýlaust. 

Hann var dæmdur fyrir hraðakstur, akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa ekið sviptur ökuréttindum fjórum sinnum á tæpum mánuði í vetur.

 Manninum er gert að greiða rúmar 250 þúsund krónur í sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert