Móta framtíðarstefnu St. Jósefsspítala

Hafnarfjarðarbær skulbindur sig til að reka almannaþjónustu í húsnæði St. …
Hafnarfjarðarbær skulbindur sig til að reka almannaþjónustu í húsnæði St. Jósefsspítali næstu 15 árin. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bæjarráð Hafnarfjarðar skipaði á fundi sínum í dag starfshóp sem mun sjá um að móta framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala, en skrifað verður undir kaup Hafnarfjarðarbæjar á 85 prósenta eignarhlut ríkisins í húsnæðinu á morgun. Með kaupunum skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í húsnæðinu að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings.

Verkefnastjóri hópsins verður Sigríður Kristinsdóttir, en hann skipa Guðrún Berta Daníelsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Karl Guðmundsson og Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Munu þau sjá um að móta framtíðarstefnu almannaþjónustu í húsnæðinu, en hópurinn skal hafa lokið störfum um miðjan október.

Með almannaþjónustu er átt við starfsemi vegna félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningar- eða fræðslustarfsemi eða aðra sambærilega þjónustu sem almenningur sækir í sveitarfélaginu.

Hafnarfjarðarbær skuldbindur sig jafnframt til hefja rekstur í fasteigninni innan 3 ára frá undirritun samnings. Kaupverð er 100 milljónir króna og fer afhending á eign fram 15. ágúst 2017

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert