Verðið og veðrið það versta

Frá Hljómskálagarðinum nýverið.
Frá Hljómskálagarðinum nýverið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verðlagið á Íslandi og veðrið eru það sem erlendir ferðamenn, sem rætt var við í miðborg Reykjavíkur í gær, kvarta helst yfir hér á landi.

Að því frátöldu voru ferðamennirnir ánægðir með Íslandsferðina og töluðu margir um stórfenglega náttúru og vingjarnlegt fólk sem þeir hefðu hitt.

Meðal annars kom fram að flestum fannst verðlag á Íslandi alltof hátt og því hafi peningaáhyggjur haft áhrif á ferðalagið hér. Góður matur en margt allt of dýrt sögðu ensk hjón til að mynda um Ísland.

Alltof kalt og mikill vindur sögðu aðrir og bættu við að náttúran hér væri stórkostleg.

Hægt er að lesa ummæli viðmælenda í heild í Morgunblaðinu í dag.

Þótt Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu er ekki hætta á snöggum samdrætti í ferðaþjónustunni, að því er kom fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi.

Hótelgisting var 10-32% dýrari í Reykjavík en í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndum árið 2016. Verð á veitingastöðum og verð gistiþjónustu var 44% hærra en að meðaltali í ESB 2015; verð á farþegaflutningum 52% hærra og áfengir drykkir 126% dýrari á Íslandi en að meðaltali í ESB, segir í skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustu á Íslandi sem var birt í mars á þessu ári.

Þrátt fyrir þessa verðlagningu fjölgaði ferðamönnum um 17,8% í maí á þessu ári samanborið við maí 2016 samkvæmt tölum Ferðamálastofu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að Íslandsferðir muni tolla í tísku áfram og þá sérstaklega vegna vinsælda ævintýraferðamennsku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert