Olía lak úr rútu á Vonarstræti

Mynd úr safni af slökkviliðsmanni hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Mynd úr safni af slökkviliðsmanni hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Árni Sæberg

Um 25 lítrar af olíu láku úr rútu á Vonarstræti og hefur götunni verið lokað meðan á þrifum stendur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var sendur einn dælubíll í útkallið en unnið er að hreinsun á hreinsibílum með sápu.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað orsakaði olíulekann en þar sem bílar höfðu ekið ofan í olíupollinn sem myndaðist vegna olíulekans hefur olían dreift sér um stærra svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert