118 barnafjölskyldur á biðlista eru í mikilli þörf

Mikilvægt er talið að fjölga félagslegum íbúðum í Reykjavík.
Mikilvægt er talið að fjölga félagslegum íbúðum í Reykjavík. mbl.is/RAX

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni.

Hópurinn á að skila niðurstöðum og tillögum að leiðum til úrbóta eigi síðar en 1. október í haust. Tillagan var fyrst flutt í borgarráði 22. júní sl. og var þá ákveðið að leita eftir umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um hana.

Í umsögn velferðarsviðs, sem er undirrituð af Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóra, kemur fram að hinn 1. júlí sl. voru alls 1.022 umsækjendur á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Af þeim 251 barnafjölskyldum sem eru á biðlistanum eru 118 metnar í mikilli þörf. Fjölgaði  barnafjölskyldum á biðlista fjölgaði um 47 milli áranna 2016 og 2017 og fjölskyldum í mikilli þörf fjölgaði um 15 milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert