Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

Það er glampandi sól á tjaldsvæðinu að Hömrum við Kjarnaskóg.
Það er glampandi sól á tjaldsvæðinu að Hömrum við Kjarnaskóg. Ljósmynd/Grétar Hannesson

„Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti.

Ásgeir segir að í gær hafi tjaldbyggðin orðið svo þétt að fólk hefði átt erfitt með að finna sér stað en loka þurfti tjaldsvæðinu tímabundið. „Sumir fundu bletti en aðrir fundu ekki stað sem þeir voru sáttir við. Síðan tínast einhverjir í burtu og aðrir koma í staðinn.“

Veðrið á Norðurlandi eystra er með besta móti og skýrir hæglega hvers vegna ásóknin er svo mikil. „Það er komin smá gola en það hefur verið glampandi sól og þannig á það að vera næstu daga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert