Nýbygging sem rís við Perluna í Öskjuhlíð hýsir stjörnuver nýrrar náttúrusýningar

Hér má sjá hinn sýnilega hluta af áætlaðri viðbyggingu við …
Hér má sjá hinn sýnilega hluta af áætlaðri viðbyggingu við Perluna. Hún verður samtengd aðalbyggingu Perlunnar neðanjarðar. Mynd/Landmótun

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit fyrir nýtt mannvirki norðan Perlunnar sem er að mestu neðanjarðar og tengist núverandi byggingu og breyta staðsetningu á nýjum hitaveitutanki. Aukinn ferðamannastraumur þýðir að ekki er lengur æskilegt að nýta núverandi geyma undir heitt vatn.

Nýbyggingin verður samtals um 750 fermetrar að stærð og mun hýsa stjörnuver, „Planetarium“, sem er ætlað mikilvægt hlutverk í náttúrusýningu Perlunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert