Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

Umhverfisstofnun telur að loftgæði á svæðinu muni versna með tilkomu …
Umhverfisstofnun telur að loftgæði á svæðinu muni versna með tilkomu verksmiðjunnar á Bakka en þó verða innan marka reglugerða. mbl.is/Sigurður Bogi

Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig að tillagan ásamt fylgiskjölum og umsókn rekstraraðila mun verða aðgengileg hjá sveitarfélaginu Norðurþingi á tímabilinu 20. júlí til 15. september 2017.

Fram kemur að Skipulagsstofnun taldi í sínu áliti að áhrif framkvæmdarinnar yrðu talsvert neikvæð á loftgæði og á landslag og ásýnd svæðisins. Fyrirhugað er að halda opinn kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma. Hann verður haldinn í Norðurþingi. Frestur til að skila skriflegum athugasemdum til Umhverfisstofnunar er til 15. september næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert