Skjálfti í Mýrdalsjökli

Græna stjarnan sýnir hvar á Mýrdalsjökli stærsti skjálftinn varð í …
Græna stjarnan sýnir hvar á Mýrdalsjökli stærsti skjálftinn varð í gærkvöldi. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti að stærð 3,2 með upptök við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli mældist klukkan 22:18 í gærkvöldi. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 

Þar segir ennfremur að í næstsíðustu viku hafi um 450 skjálftar verið staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálfti vikunnar mældist í suðaustanverðri Kötluöskjunni þann 15. júlí kl. 19:12, en hann var 3,3 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust í Heklu og á landgrunnsbrúnni austur af landi mældist einn skjálfti 3,2 að stærð, þann 10. júlí kl. 01:58.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert