Jökulsárlón friðlýst með reglugerð á morgun

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

Undirritunin mun fara fram við Jökulsárlón en að henni lokinni verður haldið að Fjallsárlóni þar sem ráðherra og Vatnajökulsþjóðgarður bjóða til móttöku í tilefni friðlýsingarinnar. Fjallsárlón er meðal þeirra svæða sem ganga inn í þjóðgarðinn við friðlýsinguna.

Íslenska ríkið nýtti forkaupsrétt á jörðinni Felli við Jök­uls­ár­lón fyrr á árinu og kom­st lónið þar með í eigu al­menn­ings. Deilt var um það á sínum tíma að vegna mistaka hjá sýslumanni hafi forkaupsréttur verið runninn út þegar ríkið keypti jörðina en að endingu fór málið á þá leið að íslenska ríkið eignaðist Fell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert