Landsliðsknapar klárir fyrir HM

Knapar samankomnir fyrir utan verslun Líflands á dögunum, ásamt fulltrúum …
Knapar samankomnir fyrir utan verslun Líflands á dögunum, ásamt fulltrúum LH og Líflands. mbl.is/Árni Sæberg

Landslið Íslands í hestaíþróttum gerir sig klárt þessa dagana fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins, sem fram fer í Hollandi í næsta mánuði.

Smávægilegar breytingar hafa orðið á skipan liðsins en Sigursteinn Sumarliðason og Finnur frá Ármóti koma í stað Hængs frá Bergi og Jakobs Svavars Sigurðssonar í flokki vetrarstóðhesta, að því er fram kemur í umfjöllun um landsliðið í Morgunblaðinu í dag.

Keppnishestarnir verða sendir til Hollands með fraktvél Icelandair 29. júlí nk. og knapar fáum dögum síðar. Sjálft mótið fer fram dagana 7.-13. ágúst. Heimsmeistarar frá mótinu 2015 taka sjálfkrafa sæti í liðinu, þau Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Straumur frá Feti, Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli, Kristín Lárusdóttir og Óðinn von Hagenbuch og Reynir Örn Pálmason og Spói frá Litlu-Brekku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert