Skálholtskirkja ekki í eigu ríkisins

„Ríkið á náttúrulega ekki Skálholt, það afhenti Skálholt kirkjunni fyrir …
„Ríkið á náttúrulega ekki Skálholt, það afhenti Skálholt kirkjunni fyrir 50 árum rúmum,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtskirkju. Sigurður Bogi Sævarsson

Skálholtskirkja er ekki í eigu ríkisins. Þetta segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtskirkju, sem útskýrir að kirkjan hafi ekki verið í eigu ríkisins í 50 ár. Í ræðu sinni á Skálholtshátíðinni nú um helgina lét Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra þau orð falla að sinni ríkið ekki viðhaldi á fá­gæt­um menn­ing­ar­eign­um í eigu þess eigi ríkið að koma þeim annað.

Í samtali við mbl.is segir Kristján Valur ráðherra, með orðum sínum um menningareignir ríkisins, ekki hafa átt við Skálholt beint. „Ríkið á náttúrulega ekki Skálholt, það afhenti Skálholt kirkjunni fyrir 50 árum rúmum,“ segir Kristján.

Hann segir ræðu Sigríðar hafa þó átt vel við og um engan misskilning hafi verið að ræða. Ræðan hafi verið jákvæð, með henni hafi ráðherra verið að vekja athygli á Skálholti sem þjóðareign og mikilvægi þess að viðhalda því. Hann segist auk þess vera þakklátur Sigríði fyrir að mæta.

Í ræðu sinni rakti ráðherra sögu Skálholtsstaðar nokkrum orðum og sagði meðal annars um eignarhaldið nú: „Í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar komst hann þó aftur í hendur þjóðkirkjunnar, nú sem gjöf frá þjóðinni.“

Ræðu ráðherra er að finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert