Einungis tveir sóttu um stöðuna

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru einungis tveir umsækjendur um starfið, þ.e. hæstaréttarlögmennirnir Ástráður Haraldsson og Ebba Schram, sem gegnt hefur stöðu staðgengils borgarlögmanns.

Gerð var sú krafa að umsækjendur um stöðu borgarlögmanns hefðu málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Sú krafa hefur ekki verið gerð áður, en það þótti nauðsynlegt að gera hana nú vegna fjölda mála sem Reykjavíkurborg hefur aðkomu að fyrir Hæstarétti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert