Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

Elín Sigríður Óladóttir
Elín Sigríður Óladóttir

Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun meðal annars standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Um er að ræða nýtt starf sem styður við stefnu Landsnets um upplýsta umræðu og markvisst samtal, þar sem áhersla er lögð á að sátt ríki í samfélaginu um hlutverk Landsnets, segir jafnframt í tilkynningu.

Elín lauk MBA-gráðu við Háskóla Íslands, BS í ferðamálafræðum við sama skóla og nam umhverfisfræði við Garðyrkjuskóla ríkisins. Elín hefur víðtæka reynslu af rekstri úr hótelstarfsemi og ferðaþjónustu, hún starfaði einnig fyrir Umhverfisstofnun og hefur tekið þátt í sveitarstjórnarstörfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert