Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

Myndin vekur spurningar um það hvort jarðvarmi sé undir Grænlandsjökli.
Myndin vekur spurningar um það hvort jarðvarmi sé undir Grænlandsjökli. Ljósmynd/wings.jon

Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli.

Um bandarískan leiðangur var að ræða, sem Hafliði Helgi Jónsson, prófessor við veðurfræðideild Flotaháskólans í Monterey, fór fyrir og greint var frá í Morgunblaðinu 27. apríl sl., þar sem stundaðar voru rannsóknir á samspili hafíssins og lofthjúpsins á Grænlandssundi.

Björn Erlingsson hafeðlisfræðingur, sem aðstoðaði leiðangurinn, fékk myndina senda frá Hafliða. „Þeir voru með beina línu milli staða frá Syðri-Straumsfirði yfir til Kúlúsúk. Þá sá annar flugmaðurinn reyk sem kom upp úr Grænlandsjökli og hann hélt fyrst að hann væri að verða vitni að flugslysi,“ segir Björn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert