Varað við hvössum vindhviðum

Undir Eyjafjöllum á Suðurlandi.
Undir Eyjafjöllum á Suðurlandi. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. 

Áfram verður gott veður fyrir norðan og á Norðausturlandi. Hitinn heldur áfram að fara yfir 20 stigin þar. 

Vaxandi vindur verður við suðurströndina í dag. Austlæg átt 5-10 m/s en hvessir við suðurströndina upp úr hádegi, 10-18 seint í kvöld, hvassast undir Eyjafjöllum. Skýjað með köflum en víða þoka við ströndina á Austurlandi og á annesjum fyrir norðan.

Á morgun verður norðaustan 13-18 m/s við suðausturströndina en annars 8-13 m/sSkýjað á Austurlandi og þokubakkar við sjávarsíðuna en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 12 til 24 stig að deginum, hlýjast í innsveitum. Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofu Íslands

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert