Búið að opna Ölfusárbrú að nýju

Búið er að opna Ölfusárbrú að nýju.
Búið er að opna Ölfusárbrú að nýju. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Ölfusárbrú hefur verið opnuð fyrir umferð að nýju. Brúin var lokuð vegna malbikunarframkvæmda og var umferð á meðan beint um Eyrarbakkaveg og Þrengslaveg.

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna höfðu framkvæmdir við malbikun á hringtorgi við brúna tafist en upphaflega var gert ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið klukkan sex í morgun.

Stefnt að því að malbika aðra akreinina á Suðurlandsvegi frá hringtorgi við Toyota á Selfossi í áttina að Biskupstungnabraut vestan við Selfoss í dag. Akreininni verður lokað og verður umferð stýrt framhjá. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 07:00 til kl. 12:00 að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Þá er stefnt að því að fræsa og malbika akreinar á Kringlumýrarbraut, frá gatnamótum við Háaleitisbraut í átt að Suðurlandsbraut í dag. Annarri akreininni verður lokað á meðan, umferðarhraði minnkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 19:30 til kl. 01:00.

Einnig er stefnt að því að fræsa og malbika akrein á Miklubraut, frá gatnamótum við Grensásveg að gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Akreininni verður lokað á meðan, umferðarhraði minnkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum.  Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 01:00 til kl. 06:00.

Vegagerðin biður vegfarendur að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert