Góð stund í firðinum

Slökkviliðið í nýju hlutverki. Sprautar froðu og vatni á börnin …
Slökkviliðið í nýju hlutverki. Sprautar froðu og vatni á börnin sem skemmta sér vel. Ljósmynd/Tómas Freyr Kristjánsson

Ungmennakvöld, pub quis, kubbakeppni, froðugaman, bryggjuball og tónleikar eru meðal þess sem verður á bæjarhátíðinni „Á góðri stund í Grundarfirði“.

„Fjörið byrjaði á mánudag með tónleikum Unnsteinsson Quartet. Á þriðjudag var opin tími í 5rytma dansi, Ungmennakvöld í boði Skotveiðifélagsins Skotgrundar og pílukastkeppni milli hverfa,“ segir Aldís Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar „Á góðri stund í Grundarfirði“. Aldís segir hátíðina skipulagða af Hátíðarfélagi Grundarfjarðar og drifna áfram af íbúum, fyrirtækjum og bænum, en hátíðin var fyrst haldin 1998.

Gulir íbúar skarta sínu fegursta.
Gulir íbúar skarta sínu fegursta.


Aldís telur að þrjú til fjögur þúsund manns séu í Grundarfirði meðan á hátíðinni stendur, en íbúar í bæjarins eru um 900. Í ár verður fjölmenni á fimmtudeginum þar sem þrjú skemmtiferðaskip með um 4.800 farþega leggjast að bryggju.

„Á góðri stund gerir mikið og lífgar upp á sumarið. Brottfluttir koma heim og hátíðin þjappar bæjarbúum saman,“ segir Aldís í umfjöllun um hátíðina í Morgunblaðinu í dag en þar er dagskrá hátíðarinnar birt í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert