Sólríkur sumardagur

Góð veðri er spáð í dag.
Góð veðri er spáð í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Hiti fer víða í 13 til 25 stig í dag og verður hlýjast inn til landsins en heldur svalara eystra þar sem þokuloft lætur á sér kræla. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta glaðst því sólin skín og ekki er ský að sjá á himni. Gott veður verður á öllu landinu í dag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 

Í dag verður austan og norðaustan 10-18 m/s en hvassast með SA-ströndinni. Víða léttskýjað, en skýjað að mestu austan til og sums staðar þokuloft, en dálítil rigning þar á morgun. 

Í Mýrdal og Öræfum verður austan 13-18 m/s og á þeim slóðum má búast við hvössum vindhviðum sem geta farið í 25-30 m/s sem geta verið varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Hægt fallandi hitatölur

„Eftir gærdaginn, sem varð hlýjasti dagurinn í tæp fimm ár, lítur út fyrir hægt fallandi hitatölur á næstu dögum. Nú þegar er orðið fremur svalt úti við austurströndina og fer síðan einnig smám saman kólnandi á norðanverðu landinu. Ástæða þessa er að djúp lægð suður í hafi mjakast til austurs þ.a. vindur verður norðlægari og dregur þá svalara loft yfir landið. Ekki er þó ástæða til að örvænta, enda nóg eftir af sumrinu, en dagshiti munu haldast á bilinu 15 til 20 stig á sunnanverðu landinu a.m.k. fram yfir helgi.“ Þetta kemur fram í hugleiðingum veðufræðings Veðurstofu Íslands

Sjá einnig veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert