Sjaldgæft að ríkissaksóknari breyti ákvörðun um ákæru

Héraðssaksóknara var gert að gefa út ákæru í málinu.
Héraðssaksóknara var gert að gefa út ákæru í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að það sé ekki algengt að embætti ríkissaksóknara felli niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í sakamáli en slíkt gerist þó.

Ríkissaksóknari felldi nýlega niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli og beindi því til embættisins að gefa út ákæru í málinu. „Þetta er ekki algengt. Ákvarðanir um niðurfellingu eru kæranlegar til ríkissaksóknara og það er alltaf ein og ein sem er snúið við,“ segir Helgi í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að algengara sé að embættið beini því til héraðssaksóknara og lögreglustjóra að rannsaka mál betur þegar ákveðið er að hætta rannsókn en að því sé beint til þeirra að gefa út ákæru í málum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert