Sumarblíða í Reykjavíkurborg

Hér má sjá mann sem skemmti sér konunglega við að …
Hér má sjá mann sem skemmti sér konunglega við að kasta brauðbitum upp í loftið og horfa á mávana grípa þá listilega á flugi. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Það var sannkölluð veðurblíða í borginni í gær. Íbúar höfuðborg­ar­svæðis­ins nýttu sólargeislana vel í útivist, listir og rólegheit. Um hádegisbil mátti glitta í þokuslæðing en borgarbúar létu það lítið á sig fá. Undanfarna daga hafa júlíhitametin fallið hvert af öðru og þá var hitamet sumarsins, 27,7 gráður, slegið fyrr í vikunni. 

Ferðamenn sóluðu sig og nutu lífsins í Hljómskólagarðinum.
Ferðamenn sóluðu sig og nutu lífsins í Hljómskólagarðinum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Undanfarið hafa verið mikil hlýindi á landinu og var hitamet sumarsins slegið á þriðjudaginn þegar 27,7 gráður mæld­ust á Vé­geirs­stöðum í Fnjóska­dal. Hiti hef­ur ekki mælst jafn­hár frá því árið 2012. Hita­bylgj­a hefur sömuleiðis gengið yfir landið á Norður- og Aust­ur­landi und­an­farið og hafa júlí­hita­met fallið á nokkr­um sjálf­virk­um stöðvum sem sem hafa mælt hita í 17 ár eða meira. 

Þá nýttu sumir veðrið til að spóka sig um í …
Þá nýttu sumir veðrið til að spóka sig um í sumarfatnaði en það er sjaldgæf sjón í Reykjavíkurborg. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Svo virðist sem veðrið muni halda áfram að leika við borgarbúa í dag en spáð er 19 stiga hita og heiðskíru. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands verður þokuloft yfir fram eftir morgninum en bjart með köflum síðdegis og á morgun. Hiti getur náð upp í 22 stig. 

Þokuloft kom yfir tjörnina laust fyrir hádegi í gær. Hér …
Þokuloft kom yfir tjörnina laust fyrir hádegi í gær. Hér má sjá ferðamenn benda á þokuna, sem teygir sig yfir tjörnina. Drungalegt var að horfa til suðurs en til norðurs mátti sjá bláan heiðskíran himinn. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Á næstu dögum verður heldur svalara í Reykjavíkurborg. Þá verður norðaustlæg átt ríkjandi um allt land næstu daga, nokkuð ákveðin fram á mánudag, síðan hægari. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður rigning með köflum norðan- og austanlands en bjartviðri að mestu sunnan- og vestanlands. Spáð er að skýjað verði með köflum og stöku skúrir á þriðjudag og miðvikudag. Hiti verði víða 12 til 18 stig en svalara norðan- og austantil.

Þessi hjólreiðamaður greip gæsina á meðan hún gafst og nýtti …
Þessi hjólreiðamaður greip gæsina á meðan hún gafst og nýtti veðrið til að viðra sig og hundinn. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
Þessi herramaður var búinn að koma sér vel fyrir við …
Þessi herramaður var búinn að koma sér vel fyrir við Tjörnina og málaði hljómskálann og umhverfið. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
Þá mátti sjá ýmsa nýta veðurblíðuna á Austurvelli til að …
Þá mátti sjá ýmsa nýta veðurblíðuna á Austurvelli til að sitja úti í sólinni. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert