Björguðu manni af jökli

Frá aðgerðum björgunarsveitanna á Síðujökli í nótt.
Frá aðgerðum björgunarsveitanna á Síðujökli í nótt.

Björgunarsveitir fundu manninn, um klukkan fjögur í nótt, sem ætlaði að gista nóttina í tjaldi á Síðujökli en lenti í vandræðum vegna veðurs. Maðurinn hafði samband við björgunarsveitir um miðnætti í gær og náði að senda út neyðarboð með neyðarsendi og því var staðsetning hans þekkt.

Hann hafði haldið kyrru fyrir á þeim stað og var orðinn kaldur og blautur þegar komið var að honum. Hann var ferjaður á sleðum áleiðs að björgunarsveitarbílum sem voru ofar á jöklinum og er nú á leið af jöklinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 

Björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi stóðu í ströngu í nótt við að bjarga ferðafólki í vanda. Bæði þessum manni sem og þremenninga sem urðu viðskila við gönguhóp sinn í Lónsöræfum. Báðar útköllin bárust um miðnætti í gær. 

map.is
Frá aðgerðum björgunarsveitanna á Síðujökli í nótt.
Frá aðgerðum björgunarsveitanna á Síðujökli í nótt.
Frá aðgerðum björgunarsveitanna á Síðujökli í nótt.
Frá aðgerðum björgunarsveitanna á Síðujökli í nótt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert