Ekki tekist að einfalda regluverkið

Iðnaðarmenn segja það taka langan tíma að fá leyfi.
Iðnaðarmenn segja það taka langan tíma að fá leyfi. mbl.is/Golli

„Við getum öll verið sammála um að lög og reglugerðir sem heilbrigðiseftirlitið á að framfylgja, og svo rekstraraðilar og almenningur að fara eftir, geta verið íþyngjandi og því miður hefur ekki tekist að einfalda regluverk í raun eins og vonir stóðu til.“

Þetta segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, m.a. um þá gagnrýni sem verktakar, arkitektar og iðnaðarmenn hafa sett fram á leyfisveitingakerfið í Reykjavík.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir hún að heilbrigðiseftirlitið hafi þó ekki heimildir til að gefa afslátt af regluverkinu, það geti aðeins löggjafinn eða ráðuneytin gert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert