Gætu tafist á leið út á flugvöll

Malbikunarframkvæmdir. Mynd úr safni.
Malbikunarframkvæmdir. Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Þeir sem eiga leið til Keflavíkur, til og frá flugvellinum, í kvöld og aðfaranótt laugardags 29. júlí gætu tafist vegna malbikunarframkvæmda við Rósaselshringtorg í Keflavík. Hringtorginu verður lokað í tveimur áföngum og verður umferðarstýring til og frá flugvelli á meðan framkvæmd stendur yfir. Hjáleiðir verða settar upp og umferðarhraði lækkaður fram hjá vinnusvæðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar

Einnig er stefnt á að malbika akreinar á Reykjanesbraut að hringtorginu. Veginum verður lokað á meðan, hjáleiðir settar upp og umferðarhraði lækkaður fram hjá vinnusvæðinu. 

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum, segir jafnframt á vefsíðunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert